Vörumerki

 

Kavat er sænskt hágæða skómerki sem var stofnað árið 1945. Kavat leggur mikla áherslu á umhverfisvernd á öllum stigum framleiðslunnar og eru með skóna sína vottaða samkvæmt umhverfisstaðli Evrópusambandsins Eco Label.  

Sænska barnafata merkið Mini Rodini er einn af fremstu framleiðendum í heimi þegar kemur að sjálfbærni og umhverfisvernd. Mini Rodini var stofnað árið 2006 af Söndru Rhodini og er í dag eitt af stærðstu og hraðast vaxandi barnafata merkjum í Skandinavíu.

 

Ethic er stolt af því að geta boðið uppá gæða fatnað á börnin frá Mini Rodini framleiddan úr umhverfisvænum efnum við góðar aðstæður. Gott fyrir náttúruna og fyrir börnin okkar.

          

 

 

 

 

People Tree er frumkvöðull í siðferðislegri og sjálfbærri tísku.

People Tree stefnir að þvi að vera 100% Fair Trade í gegnum allt sitt framleiðsluferli. People Tree kaupir Fair Trade vörur frá litlum framleiðendum og hjálpa til við að styðja við samfélagið og starfsmenn með því að borga sanngjörn laun. People Tree er skuldbundið til að fylgja stöðlum World Fair Trade Organization.

Þessu nær People Tree með því að :
  • Styðja samstarfsaðila til fjárhagslegs sjálfstæðis
  • Vernda umhverfið og nota náttúruauðlyndir á sjálfbæran hátt.
  • Skaffa viðskiptavinum gæða vörur ásamt því að vekja athygli á mikilvægi Fair Trade og umhverfisvænum og sjálfbærum lausnu
  • Vera fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki hvað varðar Fair Trade.

Fortress of Inca framleiðir leðurskó úr hágæða leðri, tré og gúmmí í Perú. Leðrið er aukaafurð úr matvælaframleiðslu sem myndi enda í landfyllingu. Fortress of Inca er í samstarfi við verkstæði og verksmiðjur í Perú þar sem borguð eru sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og fæðingarorlof svo eitthvað sé nefnt. 

Hvað ef allir myndu hreinsa upp eftir sig sóðaskapinn? Þessi einfalda hugmynd var kveikjan að upphafi MUD jeans.

MUD Jeans gerir viðskiptavinum kleift að versla án samviskubits og gera gott fyrir umhverfið ásamt því að vera í tísku. MUD hefur unnið til þó nokkra verðlauna m.a Sustainability Leadership Award og Peta Vegan Awards.

FRIEDA SAND

FRIEDA SAND er nýtt merki frá Þýskalandi sem hefur áralanga reynslu af framleiðslu umhverfisvottaðs barnafatnaðar í Indlandi en er nú að koma sterkt inn á markaðinn með hágæða kvenfatnað framleiddan á siðferðislega réttan hátt.

VEJRHØJ er stofnað af ungum dönskum athafnamanni Janus Aarup sem í samvinnu við dönsku hönnunar goðsögnin Bo Bonfils stendur á bakvið NAUTIC línuna af úrum frá VEJRHØJ. Þeir Jens og Bo voru í heilt ár að hanna og þróa NAUTIC línuna sem er framleidd úr tré og stáli og er innblásin af sjónum og sjómennsku í gegnum aldirnar. Bo Bonfils er meðal annars þekktur fyrir hönnun sína fyrir Georg Jensen.

Exallo er grískt fyrirtæki sem framleiðir gæða vörur úr tré. Tveir bræður reka smíðaverkstæðið en þeir tóku við því af pabba sínum. Verkstæðið er með útsýni yfir Olympus og þeir vinna með náttúruna bæði sem hráefni og sem innblástur. Þeir nota tækni og handverk í skemmtilegri blöndu til að framleiða einstaka hluti sem eru fallegir og endingargóðir. Þeir leggja áherslu á umhverfisvernd, hráefnið kemur úr nærliggjandi skógi eða úr endurnýttum gluggum, stigum og öðru sem hægt er að komast yfir.

Stefna Exallo er að nota efni sem ekki er nýtt til neins og búa til fallega og notendavæna hluti.